20. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. nóvember 2015 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:30
Össur Skarphéðinsson (ÖS) fyrir Valgerði Bjarnadóttur (VBj), kl. 09:30

Willum Þór Þórsson og Vilhjálmur Bjarnason voru erlendis. ÁSta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.


Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:30
Fundargerðir 17., 18. og 19. fundar voru samþykktar.

2) Sala fasteigna og skipa Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar kl. 9:35 mættu Grétar Jónasson, Kjartan Hallgeirsson, Finnbogi Hilmarsson og Viðar Böðvarsson frá Félagi fasteignasala. Kl. 10:00 mættu fundinn Þórður Bogason, Björg Sigurðardóttir og Krisín Ólafsdóttir frá Eftirlitsnefnd fasteignasala. Kl. 10:20 mættu Eiríkur S. Svavarsson fyrir hönd sölufulltrúa og Hrafnhildur Björk Baldursdóttir fyrir hönd nemenda í löggildingarnámi. Gestir fóru yfir tillögur nefndarinnar að breytingum á lögum um sölu fasteigna og skipa og kynntu nefndinni sín sjónarmið í málinu.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:00